Ferðaáætlunin

Við munum koma við í 14 löndum á ferð okkar umhverfis heiminn. Hér fyrir neðan er listi með helstu dagsetningum og viðkomustöðum. Endilega látið okkur vita ef þið lumið á fróðleikmolum um hvað sé gaman að sjá eða gera á þessum slóðum.

Indland (2. sept)
-Delhi
-Amritsar
-Mathura
-Agra
-Varanasi
Nepal (15. sept)
-Kathmandu
Vietnam (21. sept)
-Hanoi

-Ha Long Bay
Laos (26. sept)
-Luang Prabang
-Vang Vieng
-Don Det
Kambódía (5. okt)
-Phnom Phen
-Siem Reap
Thaíland (11. okt)
-Bangkok
-Koh Tao
-Phuket (Patong og Karon)
-Phi Phi eyjar
Malasía (29. okt)
-Kuala Lumpur
Singapore (3. nov)
Indónesía (6. nov)
-Gili Trawangan (Lombok)
-Ubud (Bali)
-Kuta (Bali)
Ástralía (18. nóv)
-Brisbane
-Cairns
-Surfers Paradise
-Byron Bay
-Nimbin
-Sydney
-Melbourne
Nýja Sjáland (8. des)
-Wellington
-Ohakune (Tongariro Alpine Crossing)
-Rotorua
-Auckland
Fiji (15. des)
-Beachcombers Island Resort
-Mantaray Island Resort
-Pacific Harbour
USA (28. des)
-Los Angeles
Bretland (4. jan)
-London
Ísland (5. jan)

5 thoughts on “Ferðaáætlunin

  1. Datt inn á þessa síðu fyrir slysni.. ég er sjálfur tiltölulega nýkominn úr minni reisu, fór hinn hringinn til sömu landa. Besti tími lífs ykkar framundan

  2. Nú eruð þið rétt að sleppa út úr jarðskjálfta í Nepal sem komst í heimsfréttir og áður sprengjumí Dehli. Gaman að frétta að dvölin í Nepal hafi verið stórkostleg. Vonandi verða engar hamfarir í Laos en þangað stefnið þið næst samkvæmt ferðaáætluninni. Frá Nepal til Laos er álíka langt og frá Keflavík til Helsinki í Finnlandi eða 2.500 km.

  3. hæhæ ég datt hingað inn óvart, en er að pæla í að fara í reisu, og langar að vita hverjir af þessum stöðum heilluðu ykkur mest og hvað þetta er að kosta ykkur :9 ef þið gætuð svarað mér með þetta þá væri það frábært. 🙂

  4. Hæ Telma!
    Við heimsóttum rosalega marga ólíka staði á þessu ferðalagi og það er mjög persónubundið hvað heillar hvern og einn. Okkur þótti öllum æðislegt á eyjunum í Tælandi, Indónesíu og Fiji. Þar er gríðarlega mikil náttúrufegurð, hvítar strendur og kóralrif sem gaman var að snorkla og kafa við. Indland var áhugavert og öðruvísi en það tók svoldið á að vera þar. Mikil fátækt, mengun og fólksfjöldi. Við vorum reyndar bara í borgunum og áreitið væntanlega aðeins meira þar en úti á landi. Mæli með Nepal og Nýja-Sjálandi fyrir útivistargarpa sem finnst gaman í fjallgöngum og þess háttar. Ástralía er mjög vestræn. Ég var hrifnari af norðurhlutanum, t.d. Cairns (þar er Great Barrier Reef), heldur en af Sydney og Melbourne. Víetnam, Laos og Kambódía sýna vel ekta Asíu (ekki allt morandi í ferðamönnum) og þar er mikil saga. Singapore er engri lík, svakaleg hreinleg háhýsa og nútímaborg. Gaman að vera þar í örfáa daga.

    Við ferðuðumst í 4 mánuði og reyndum að gista á ódýrum hostelum allan tímann. En fyrir utan það leyfðum við okkur flest allt, t.d. ýmsar skoðunarferðir, út að borða, köfunarnámskeið og fleira. Við fundum líka vel fyrir því að það var mun dýrara að lifa í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Fiji og USA heldur en í Asíu. Flugin okkar kostuðu rúmlega hálfa milljón og heildarkostnaðurinn var á bilinu 1,5-2 milljónir.

    Vona að þessar upplýsingar nýtist þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.