Bakpokinn

Maður þarf víst að taka ýmislegt með sér í svona reisu en hér að neðan má sjá það helsta sem fær að fljóta með. Bakpokinn er ekki orðinn fullur og munum við eflaust bæta í hann þar til við stökkvum út á flugvöll. Ef þið eruð að plana ykkar eigið ferðalag fáið þið vonandi einhverjar hugmyndir hér og ef þið hafið einhverjar hugmyndir sem við virðumst ekki hafa megið þið endilega deila þeim með okkur.

Lyfjaskápurinn
 • Malaríulyf (Malarone)
 • Verkjalyf (t.d. Panodil, Íbufen, Treo)
 • Sýklalyf (Síprox)
 • Magalyf (Imodium)
 • Ofnæmistöflur
 • Brjóstsviðatöflur
 • Nefsprey
 • Getnaðarvarnartöflur
 • Krem við sveppasýkingu (t.d. Pevaryl)
 • Gerlar sem fyrirbyggja magakveisur (t.d. Lactocare)
 • Sterakrem, gott á t.d. skordýrabit (Mildison)
 • Skordýrafæla (DEET >30%)
 • After bite
 • Hitamælir (stafrænn)
Hreinlætisvörur 
 • Sótthreinsandi gel
 • Blautþurrkur
 • Shampoo & hárnæring
 • Sápa
 • Ilmvatn í lítilli plastflösku
 • Svitalyktareyðir
 • Kleenex
 • Eyrnapinnar
 • Hárbursti
 • Teygjur og spennur
 • Varasalvi
 • Rakakrem
 • Sólarvörn
 • Aloe vera gel
 • Tannbursti & tannkrem
 • Tannþráður
 • Naglaklippur
 • Rakvél
 • Fótaþjöl
 • Málningardót (reyna að komast af með sem minnst)
 • Þvottaefni
First Aid
 • Plástrar
 • Gerviskinn
 • Hælsærisplástrar
 • Flísatöng/plokkari
Föt – þetta verður erfiðast að ákveða
 • Góðir sandalar
 • Lokaðir skór (strigaskór)
 • Regnjakki/regnslá
 • Flíspeysa
 • Langermabolur
 • Stuttermabolur
 • Hlírabolur
 • Síðar buxur (einhver okkar taka með “fallegar” túristabuxur sem hægt er að renna skálmunum af)
 • Stuttbuxur
 • Kjóll/pils
 • Buff
 • Hárband
 • Sokkar
 • Nærföt
 • Sundföt
Tæknin
 • Myndavél, hleðslutæki og snúra til að tengja við tölvu
 • Ipod og hleðslutæki
 • Heyrnatól
 • USB lykill (til að geyma myndir)
 • Farsími
Annað
 • Bakpoki (ca. 40-60 L)
 • Regncover á bakpokann
 • Dagpoki (í styttri ferðir og til að hafa í handfarangri í flugi)
 • Silkisvefnpoki (líklega notaður í næturlestum og á skítugum hostelum)
 • Ferðahandklæði (tekur mjög lítið pláss og þornar hratt)
 • Eyrnatappar (til að halda geðheilsu á háværum hostelum)
 • Svefngríma (fyrir flug, rútur og lestarferðir)
 • Uppblásinn hálspúði (til að auðvelda svefn á ferðalögum)
 • Innanklæðveski
 • Sólgleraugu
 • Úr
 • Nál og tvinni
 • Vasahnífur
 • Lítið vasaljós
 • Hengilásar
 • Snúra (til að henga blaut föt) & jafnvel 2 þvottaklemmur
 • Dagbók og skriffæri
 • Spil (fyrir langar lestarferðir)
 • Bók (fyrir langar lestarferðir)
 • Ferðahandbækur (hægt að skipta við aðra bakpokaferðalanga á leiðinni)
 • Auðkennislykill
 • Passamyndir (fyrir vegabréfsáritanir)
Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma vegabréfinu, vegabréfsáritununum, flugmiðunum, alþjóðlega ökuskirteininu, alþjóðlega bólusetningarskirteininu og kreditkortinu – allt hitt reddast :)

8 thoughts on “Bakpokinn

 1. Vá frábær listi takk! Er að fara til Suður og Mið- Ameríku og vantaði hugmyndir :) !

 2. Þessar færslur eru grátlega fyndnar og frábærlega skrifaðar. Ég datt inn á þetta af tilviljun þar sem ég er sjálfur í því að skipuleggja 6 mánaða heimsreisu. Ég las þetta allt of hafði mjög gaman af.

 3. Ekki málið Bryndís! Vonandi fékkstu einhverjar hugmyndir :) Góða ferð og góða skemmtun í reisunni þinni!

  Takk fyrir það Alexander. Við erum enn að vinna okkur í gegnum löndin og munum einn daginn ná að klára þetta! Einhverra hluta vegna reyndist það okkur auðveldara að blogga þegar við vorum á ferð og flugi… Góða skemmtun í komandi heimsreisu – þetta verður besti tími lífs þíns :)

 4. Sæl, rakst a þrtta frabæra blogg nuna, einmitt a frabærum tima þvi eg er að skipuleggja mina 3 manaða heimsreisu, eg er aðeins að spà með vegabréfs áritanirnar, geturðu sagt mer, þurftirðu að fá þær frá mörgum asíu löndum áður en þið fóruð eða getur maður fengið þær bara a flugvöllum og svoleiðis a miðju ferðalagi? :)

 5. Sæl Dísa,
  Við fengum áritin inn í Indland hér á Íslandi og sóttum svo um visa inn í Víetnam á http://www.vietnam-visa.com áður en við fórum. Hitt fengum við bara á staðnum. Passaðu bara að vera með dollara því það þarf venjulega að greiða með þeim :)

  Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur fleiri spurningar. Góða ferð og góða skemmtun!

 6. Hæhæ!
  Mjög þæginlegur listi, ég mun pottþétt fara vel eftir þessum þegar ég byrja að pakka!
  Eitt sem ég er að spá, vitiði hvar maður fær Silkisvefnpoka í dag :) ?

 7. Sæl Sara. Ég er rétt að taka eftir þessu kommenti dag, næstum heilu ári seinna, og býst við að þú sért búin að finna út úr þessu. En ef aðrir eru að velta þessari sömu spurningu fyrir sér þá keyptum við okkar silkisvefnpoka bara á Ebay. Fínir silkisvefnpokar og ódýrir – beint frá Asíu ;)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>