Lundúnir

Við vöknuðum eldsnemma á föstudagsmorguninn og fengu stálheppnir fjölskyldumeðlimir að skutla okkur út á Keflavíkurflugvöll.

Eftir komuna á Heathrow fengum við strax að checka inn farangurinn okkar í kvöldflugið til Indlands. Í stað þess að hanga í 10 tíma á flugvellinum, eins og til stóð, skelltum við okkur túristaskóna og tókum lest í Green Park í miðbæ Lundúna. Við náðum að skoða helstu staðina eins og góðum túristum sæmir, fengum okkur kaffi og tókum lestina aftur til baka nokkrum tímum síðar.

Tveimur og hálfum tíma fyrir brottför vorum við mætt aftur út á flugvöll, búin að checka inn og höfðum nægan tíma til að skoða flugstöðina. Við vorum svo pollróleg að við rétt náðum fluginu til Delhi eftir góðan sprett að gate 25. Við tóku yndislegir 8 tímar  með nýja uppáhalds flugfélaginu okkar, en meira um það í næstu færslu.

Kveðja,
Ferðalangarnir