Lundúnir

Við vöknuðum eldsnemma á föstudagsmorguninn og fengu stálheppnir fjölskyldumeðlimir að skutla okkur út á Keflavíkurflugvöll.

Eftir komuna á Heathrow fengum við strax að checka inn farangurinn okkar í kvöldflugið til Indlands. Í stað þess að hanga í 10 tíma á flugvellinum, eins og til stóð, skelltum við okkur túristaskóna og tókum lest í Green Park í miðbæ Lundúna. Við náðum að skoða helstu staðina eins og góðum túristum sæmir, fengum okkur kaffi og tókum lestina aftur til baka nokkrum tímum síðar.

Tveimur og hálfum tíma fyrir brottför vorum við mætt aftur út á flugvöll, búin að checka inn og höfðum nægan tíma til að skoða flugstöðina. Við vorum svo pollróleg að við rétt náðum fluginu til Delhi eftir góðan sprett að gate 25. Við tóku yndislegir 8 tímar  með nýja uppáhalds flugfélaginu okkar, en meira um það í næstu færslu.

Kveðja,
Ferðalangarnir

5 thoughts on “Lundúnir

 1. Er það nýja uppáhaldsflugfélagið af því að það er hægt að spila Tetris á sætisbakinu?
  Gott að heyra af ykkur :-*
  Stóra SH

 2. Flottar myndir og gaman að sjá svona mikið af myndum! Mamma var nýbúin að segja mér að þið hefðuð bara tekið með örfá sett af fötum þannig núna mun ég skoða fötin ykkar á öllum myndunum =) Það er ekki oft sem maður myndi láta sá sig á Teva sandölum í miðbæ tískuborgarinnar London en ýmis viðmið þurfa að víkja þegar fjórir mánuðir þurfa að komast fyrir í einum bakpoka.

  Knús á ykkur – sakna ykkar strax hræðilega mikið.

 3. Virkilega gaman að geta fylgst með ykkur hérna á þessar síðu. Flottar myndir frá London. Mun fara reglulega hingað inn til þess að fylgjast með.

  Gangi ykkur allt í haginn.

 4. hehe, commentið hérna að ofan er frá mér. 🙂

  Klikkaði á að setja nafnið mitt á réttan stað.

 5. Virgin Atlantic er uppáhalds útaf flugfreyjunum sem voru geðveikt hressir Indverskir strákar sem gáfu okkur allskonar gjafir. En jú, tetris í sætisbakinu hjálpar vissulega.

  Ég er með þrennar buxur og tvær peysur, sem er nú bara svipað og er í umferð hjá mér venjulega 😉 Þetta er samt erfiðara fyrir stelpurnar, sérstaklega hér í Indlandi þar sem það eru allskonar samfélagsreglur um hvernig þær eiga að vera klæddar.

  Vorum að koma til Amritsar eftir 12 tíma lestarferð og vorum elt út af lestarstöðinni af her manns sem vildi selja okkur hitt og þetta. En í fjótu bragði virðist þessi borg töluvert rólegri en Delhi. Klukkan er samt rétt orðin 9 þannig þetta kemur í ljós.

Leave a Reply

Your email address will not be published.