Á morgun byrjar ballið!

Síðasti dagurinn fyrir brottför og undirbúningurinn og spennan hjá hinum fjóru fræknu er að ná hámarki!

Eldsnemma í fyrramálið fljúgum við til London þar sem við munum bíða eftir flugi til Delhi um kvöldið. Við lendum síðan í næst fjölmennasta landi í heimi á laugardagsmorgunn. Vona að við fáum ekki of mikið menningarsjokk!

Við ákvaðum að plana fyrsta landið okkar frekar vel og erum m.a. komin með gistingu í Delhi og fjórar lestarferðir. Við vildum ekki byrja ferðina á að vera týnd í framandi stórborg og vita ekki í hvorn fótinn við ættum að stíga, sérstaklega þar sem flest allar ferðabækur sem við höfum gluggað í ráðleggja manni að byrja EKKI í Indlandi! Beljur vappandi úti á götum, brjáluð umferð, mannmergð og fólk að gera stykkin sín á víðavangi er víst partur af prógrammet. Þetta verður allavegana gjörólíkt því sem maður þekkir.

Í Indlandi er planið að skoða borgirnar Delhi, Amritsar, Mathura, Agra og Varanasi, sjá Gyllta hofið, Taj Mahal og líkbrennslu við Ganges ána og fara á jóga- eða hugleiðslunámskeið. Síðan spilum við restina eftir hendinni.

Stay tuned!

8 thoughts on “Á morgun byrjar ballið!

  1. Ji, þetta er svo spennandi. Góða ferð! Það verður gaman að fylgjast með ykkur í gegnum netið. Ef ég vinn í lottóinu þá hitti ég ykkur á Fiji um jólin! Kram!

  2. Góða ferð og skemmtið ykkur rosalega vel, ég fylgist með af áhuga….

  3. Frábært fjögurra mánaða ævintýri framundan. Það verður fylgst með ykkur af verulega miklum áhuga..

  4. Rosalega góða ferð út og verið dugleg að blogga 😉 ég verð án efa fastagestur hérna inná.. skemmtið ykkur alveg ógeðslega vel og njótið þess í botn að vera í fríi!! 😉

  5. Vóhóhó þetta er loksins að skella á hjá ykkur! Ég bara bið ykkur um að fara varlega en umfram allt bið ég ykkur um að skemmta ykkur GEÐVEIKT VEL!!! 🙂

  6. Góða ferð og góða skemmtun. Við Gunnar Ingi ætlum sko að fylgjast með ykkur á hverjum degi 🙂

    Gunnar Ingi er strax farinn að hringja í Evu sína og spurja hvenær hún komi í heimsókn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.